Baseload Power á Íslandi er brautryðjandi í jarðhita og sérhæfir sig í að þróa og reka orkuverkefni sem nýta lághitaauðlindir til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni í blönduðum jarðhitavirkjunum. Markmið okkar er að þróa áður vannýtt tækifæri í jarðhitanýtingu, í samvinnu við landeigendur og sveitarfélög, til að stuðla að orku í heimabyggð. Móðurfélag okkar, Baseload Capital í Svíþjóð, fjárfestir í jarðhitaverkefnum um allan heim. Við vinnum því náið með systurfélögum okkar í Bandaríkjunum, Taívan og Japan, sem öll hafa það að markmiði að auka nýtingu jarðhita á heimsvísu. Hér á landi starfar sex manna teymi, en við erum hluti af tæplega 50 manna teymi þverfaglegs starfsfólks innan Baseload samstæðunnar um allan heim.
Grunngildi okkar – undirstaða starfsins:
Grunngildin okkar – þrautseigja, nýsköpun og brautryðjendahugsun móta starf okkar í átt að framtíðarsýn okkar um jörð í jafnvægi.
-
Þrautseigja: Við aðlögum okkur að síbreytilegu umhverfi, tökum ábyrgð á athöfnum okkar og vinnum markvisst að því að stuðla að jörð í jafnvægi.
-
Nýsköpun: Við erum opin fyrir nýjum hugmyndum og nálgunum í þróun, tækni og samstarfi um verkefnin okkar.
-
Brautryðjendur: Við erum óhrædd við fara ókannaðar slóðir, gera tilraunir á nýjum mörkuðum og tækifærum, og látum áhættuna sem fylgir því að vera brautryðjandi ekki hindra okkur frá því að gera það sem er rétt.
Baseload Power á Íslandi leitar að viðskiptaþróunarstjóra
Sem nýr viðskiptaþróunarstjóri Baseload Power á Íslandi (e. Business Development Director) gengur þú til liðs við sterkt teymi sem stefnir á að fjölga tækifærum og auka hagkvæmni jarðhitaverkefna hér á landi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Leiða greiningu og þróun viðskiptatækifæra, sem felur m.a. í sér að:
- Leita nýrra viðskiptatækifæra og greina áreiðanleika viðskiptahugmynda, m.t.t. fjármögnunar, hagsmunaaðila, lagaramma, umhverfisþátta og nærsamfélaga.
- Byggja upp og viðhalda traustu samstarfi og samskiptum við viðskiptavini.
- Leiða samningaviðræður um sölu á rafmagni og heitu vatni frá virkjunum okkar.
- Leiða samningagerð fyrir öll okkar verkefni á sviði jarðhitanýtingar, þar á meðal við landeigendur og aðra hagaðila.
- Leita samstarfsaðila til þróunar jarðhitaverkefna og hlúa að þeim tengslum.
- Tryggja skilvirkt upplýsingaflæði og traust samskipti við innri og ytri hagaðila.
- Starfa náið með markaðsdeild til að tryggja sýnileika okkar á innlendum og alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal í nærsamfélögum okkar, innan orkugeirans og á sviði stefnumótunar í orkumálum.
Nánari lýsing á starfinu í samhengi við gildin okkar:
Þrautseigja: Með faglegri greiningu viðskiptatækifæra út frá ólíkum þáttum tryggir þú upplýsta ákvörðunartöku um verkefni sem send eru áfram í fjármögnunarferli, að þau séu raunhæf og skynsamleg. Þú beitir sömu vönduðu vinnubrögðum við að byggja upp sterk og traust sambönd við landeigendur, afla stuðnings og samvinnu þeirra í verkefnum okkar og ganga frá samningum um nýtingu lands og auðlinda. Til að stuðla að sjálfbærni og vexti fyrirtækisins tryggir þú bestu viðskiptavinina til kaupa á því rafmagni og heitu vatni sem við framleiðum.
Nýsköpun: Með skapandi og framsýnni nálgun leiðir þú viðskiptaþróun fyrirtækisins á sviði jarðhitanýtingar og styrkir stöðu okkar sem vaxandi orkufyrirtæki á Íslandi, í anda markmiða okkar og stefnu. Þú berð ábyrgð á þróun verkefna frá fyrstu stigum, allt frá viðskiptahugmynd til fullunnar verkefnatillögu. Þú metur og tryggir viðskiptavini fyrir orkuframleiðslu okkar, og leitar lausna sem stuðla að velferð allra hagsmunaaðila. Þú stýrir samningaviðræðum og gerðum samningum við hagaðila og tryggir langtíma árangur og hagkvæmni verkefna okkar með góðu samstarfi allra hagaðila.
Brautryðjandi: Þú tekur óhrædd/-ur frumkvæði með skapandi og lausnamiðaða hugsun, og hefur ríkan skilning á hagsmunaaðilum í samningaviðræðum um framtíðarverkefni. Þú hannar samninga sem stuðla að farsælu langtímasamstarfi og sameiginlegum ávinningi allra hagaðila. Með því að efla samtal við nærsamfélög, landeigendur og aðra hagaðila byggir þú upp trausta og öfluga samstarfsaðila. Auk þess leggur þú þitt af mörkum við markaðssetningu okkar, tryggir sýnileika og að rödd fyrirtækisins sé traust og einlæg í öllum okkar samskiptum.
Ert þetta þú?
Við erum að leita að manneskju sem leggur áherslu á góð samskipti og vinnur vel í teymi. Þú hefur jafnframt brennandi áhuga á tækni og orku og þrífst vel hvort sem er í innlendu eða alþjóðlegu samstarfi. Þú:
- Hefur reynslu af viðskiptaþróun á sviði orku, tækni eða í sambærilegum geirum og hefur byggt upp eftirfarandi hæfni:
- Ert framúrskarandi í samskiptum og átt auðvelt með að tala við fjölbreytta hópa, hvort sem það eru fjárfestar, stjórnvöld, samfélög eða landeigendur.
- Hefur reynslu af samningaviðræðum og getu til að finna lausnir sem koma öllum aðilum vel.
- Hefur sterka og faglega greiningarhæfni innan viðskiptaþróunar.
- Ert vanur/vön að undirbúa og kynna verkefni fyrir ólíka áheyrendur.
- Hefur gott vald á bæði íslensku og ensku, hvort sem er í töluðu eða rituðu máli.
- Hefur reynslu af að starfa fyrir sprotafyrirtæki, en þó er það ekki skilyrði.
Ef þetta lýsir þér, vonumst við til að fá umsókn frá þér.
Vinsamlegast sendu umsókn þína í síðasta lagi 21. desember. Umsóknir verða skoðaðar jafnóðum og fyrstu viðtöl haldin strax í kjölfarið. Við vinnum náið með samstarfsfélögum um allan heim. Við óskum því vinsamlega eftir umsóknargögnum á ensku. Við hlökkum til að kynnast þér!